Fótbolti

Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir verða áfram í herbúðum Juventus á næstu leiktíð.
Þessir tveir verða áfram í herbúðum Juventus á næstu leiktíð. Nicolò Campo/Getty Images

Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Markvörðurinn magnaði skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við ítalska stórveldið Juventus í dag. Sömu sögu er að segja af Georgio Chiellini.

Framlengdu þeir báðir um eitt ár.

Hinn 43 ára gamli Buffon snéri aftur í raðir áttfaldra Ítalíumeistara Juventus fyrir yfirstandi leiktíð eftir að hafa leikið eitt ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. Að því fráskyldu hefur hann leikið með Juventus frá árinu 2001 en alls eru leikirnir orðnir 656 talsins.

Chiellini hefur verið lykilmaður í öflugri vörn Juventus í meira en áratug en hann kom til félagsins árið 2005, þá tvítugur að aldri.

Gömlu brýnin munu því fá tækifæri til að vinna tíunda meistaratitil Juventus í röð, fari svo að þeir landi titlinum enn á ný í ár. Þá fá þeir tvö tækifæri til viðbótar til að vinna Meistaradeild Evrópu en liðið er sem stendur 1-0 undir gegn Lyon eftir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum.

Þá er Juventus með fjögurra stiga forystu í ítölsku úrvalsdeildinni þegar tíu umferðir eru eftir. Liðið mætir Genoa á útivelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.