Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 15:21 Fólk naut sín í blíðviðrinu í miðbænum í dag. Vísir/Villi Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira