Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 21:53 Ævar Pálmi sést hér ásamt Ölmu Möller landlækni, á einum fjölmargra upplýsingafunda landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Lögreglan Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira