„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 23:08 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51