Enski boltinn

Mætti í Liverpool treyju á æfingu og fékk sekt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Adebayo Akinfenwa er skrautlegur karakter.
Adebayo Akinfenwa er skrautlegur karakter. vísir/getty

Hinn vöðvamikli, Adebayo Akinfenwa, sem leikur með Wycombe í ensku C-deildinni mætti í Liverpool treyju á æfingu liðsins á dögunum eftir að Liverpool varð enskur meistari.

Jurgen Klopp og lærisveinar hans urðu enskir meistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir að Chelsea hafði betur gegn Manchester City á fimmtudagskvöldið.

Akinfewa gat ekki setið á sér og mætti í Liverpool-treyju á æfingu Wycombe daginn eftir en forráðamenn liðsins voru ekki par hrifnir af því og sektuðu framherjann.

Hinn 38 ára gamli Akinfenwa kippti sér ekki upp við það og sagðist glaður borga sektina en Akinfenwa er mikill stuðningsmaður rauða hersins. Hann skoraði í bikarleik gegn þeim árið 2015 er hann lék með Wimbledon.

Wycombe er að búa sig undir umspil í ensku C-deildinni en þeir mæta Fleetwood á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×