Innlent

Við­brögð Guðna við fyrstu tölum: Auð­mýkt og þakk­læti

Atli Ísleifsson skrifar
Eliza Reid forsetafrú og Guðni Th. Jóhannesson forseti í húsakynnum RÚV í kvöld.
Eliza Reid forsetafrú og Guðni Th. Jóhannesson forseti í húsakynnum RÚV í kvöld. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson forseti segist finna fyrir auðmýkt og þakklæti verði úrslitin á ann veg og fyrstu tölur frá Norðvestur- og Suðurkjördæmi benda til.

„Þá er ljóst að niðurstaðan er nokkuð afgerandi og gefur mér þann kraft sem ég óskaði mér að halda áfram á sömu braut.“

Þetta sagði Guðni í samtali við RÚV eftir að fyrstu tölur úr Norðvestur- og Suðurkjördæmi lágu fyrir.

Guðni bendir þó á að þetta séu fyrstu tölur og ekki sé buið að telja nema brot og best að bíða með fullnaðardóma um lyktir þessara kosninga.

Hann segir fyrstu tölur vera í samræmi við væntingar sínar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×