Íslenski boltinn

„Hver á að skora mörkin fyrir Víkinga?“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Máni Pétursson og Hjörvar Hafliðason fara yfir málin.
Máni Pétursson og Hjörvar Hafliðason fara yfir málin. vísir/skjáskot

Bikarmeistarar Víkings R. hafa verið ósannfærandi í upphafi móts og komust með naumindum áfram úr 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir lögðu nafna sína úr Ólafsvík að velli eftir vítaspyrnukeppni.

Ólafsvíkingar leiddu leikinn 1-0 allt þar til á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Helgi Guðjónsson jafnaði fyrir ReykjavíkurVíkinga.

Víkingur R. gerði 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í 1.umferð Pepsi-Max deildarinnar. Í kjölfarið fóru þeir norður til Akureyrar og gerðu markalaust jafntefli við KA í 2.umferð. Frammistaða Víkinga var til umræðu í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær þar sem þeir Hjörvar Hafliðason og Máni Pétursson fóru yfir málin með Henry Birgi.

„Vandamálið þeirra er að skora mörk. Þeir eru í vandræðum með það og þeir þurfa kantmann. Þeir sköpuðu sér lítið í leiknum á Akureyri og líka á móti Fjölni,“ sagði Hjörvar.

„Hver á að skora þarna annar en Óttar (Magnús Karlsson)? Ef þú vilt fá mörk frá Nikolaj Hansen þá verður hann að vera inn á vellinum.“

Umræðuna um Víking má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Víkingar ekki sannfærandi


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.