Innlent

Hvetur Íslendinga til að mæta á kjörstað

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðni Th. Jóhannesson á kjörstað í morgun.
Guðni Th. Jóhannesson á kjörstað í morgun. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti, segir það hafa verið gott að kjósa í morgun. Það sé mikilvægur réttur fólks og hvatti hann Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn.

„Mér finnst mjög jákvætt að við Íslendingar getum státað af því að kjörsókn, alla jafna, er meiri en gengur og gerist víða í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Mér finnst við eiga að reyna að halda í það,“ sagði Guðni á kjörstað í morgun.

Guðni sagði að þegar hann vaknaði í morgun hafi hann séð veðrið og hugsað: „Nú væri gaman að fara að kjósa.“

Forsetinn hjólaði á kjörstað frá Bessastöðum.

Forsetinn hjólaði á kjörstað í morgun.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×