Innlent

Ætlar í pottinn og njóta þess að vera til

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðmundur Franklín á kjörstað í morgun.
Guðmundur Franklín á kjörstað í morgun. Vísir/Bebbí

Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segir daginn leggjast mög vel í sig. Sóli skíni og hann sé mjög svo bjartsýnn. Hann ætlar að verja deginum með vinum sínum út á landi og koma svo aftur til Reykjavíkur í kvöld.

„Ég ætla að fara út á land og hitta vini mína. Fara þar í pott og njóta þess að vera til,“ sagði Guðmundur þegar hann kaus í forsetakosningunum í morgun.

Guðmundur gerir ráð fyrir því að flakka á mill smárra samkvæma í kvöld, þar sem ekki megi halda stærri samkomur vegna faraldursins.

Hann segir kosningabaráttuna hafa verið yndislega. Hann hafi haft mjög gaman af henni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×