Innlent

Kastaðist út í bílveltu á Kjalarnesi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slysið varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi nærri Hvalfjarðargöngum.
Slysið varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi nærri Hvalfjarðargöngum. Vísir/Vilhelm

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á áttunda tímanum í morgun. Slysið gerðist næri Hvalfjarðargöngum. Bíllinn fór nokkrar veltur og kastaðist einn sem í honum var út.

Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang auk lögreglu. Þeir sem í bílnum voru, voru allir fluttir á slysadeild í Fossvogi. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli þeirra eru.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.