Fótbolti

Thomas Meunier til Dortmund

Ísak Hallmundarson skrifar
Meunier í leik með PSG á móti Dortmund fyrr á árinu.
Meunier í leik með PSG á móti Dortmund fyrr á árinu. getty/Ralf Treese

Thomas Meunier, 28 ára gamall belgískur landsliðsmaður, hefur samið við Borussia Dortmund til fjögurra ára. Meunier er hægri bakvörður og hefur leikið með PSG frá 2016 og unnið frönsku deildina síðustu þrjú ár í röð.

,,Dortmund spilar akkúrat fótboltann sem ég vil spila. Spennandi, einkennandi og náttúrulegan. Þeir eru þekktir fyrir ástríðufulla stuðningsmenn og stemmningin á leiknum hjá þeim þegar ég spilaði þar með PSG hafði mikil áhrif á ákvörðun mína,“ sagði Belginn um vistaskiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×