Innlent

Rúmlega 39 þúsund búin að greiða atkvæði

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík.
Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Vísir/Jóhann k.

Forsetakosningar fara fram eftir tvo daga, en kosið er laugardaginn 27. júní. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson.

Í gærkvöldi höfðu rúmlega 39 þúsund og tvöhundruð greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu. Í dag hafa rúmlega 600 greitt atkvæði á landinu og af þeim 200 á höfuðborgarsvæðinu.

„Ef við skoðum tölurnar frá árinu 2016 þá kusu rúmlega 36 þúsund á þessum tíma. Árið 2012 höfðu rúmlega 30 þúsund kosið á sambærilegum tíma ,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í umræðuþætti á Stöð 2.Vísir/Sigurjón

Líkt og áður segir eru einungis tveir dagar i kjördag. Dagskrá frambjóðenda er því þétt í dag.

Í hádeginu hittir Guðmundur Franklín Jónsson kjósendur á Sólheimum í Grímsnesi og um klukkan þrjú verður hann svo staddur á dvalarheimilinu Árskógum að kynna sitt framboð.

Guðni Th. Jóhannesson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi hlutverk forseta. Í dag mun hann sinna skyldum sínum sem forseti Íslands en hann mun meðal annars heimsækja Vinakot, hitta háskólanema í sumarstörfum hjá embætti forseta og skoða sýningar á hátíðinni HönnunarMars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×