Tottenham vann Lundúnaslaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Kane var á skotskónum í kvöld.
Harry Kane var á skotskónum í kvöld. vísir/getty

Tottenham Hotspur vann 2-0 sigur á West Ham United í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað til að byrja með og var staðan markalaus í hálfleik þökk sé myndbandsdómgæslu en mark Heung-Min Son var dæmt af rétt fyrir hálfleik.

Í þeim síðari varð Tomas Soucek fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma heimamönnum í Tottenham þannig yfir. Það var svo markamaskínan Harry Kane sem tryggði José Mourinho og lærisveinum hans stigin þrjú með marki á 82. mínútu.

Kane hefur verið gagnrýndur fyrir að koma of þungur úr hléinu sem gert var á deildinni vegna kórónufaraldursins. Það virðist ekki hafa nein áhrif á markaskorun hans.

Tottenham heldur enn í vonina um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið er með 45 stig í sjöunda sæti. Sex stigum minna en Chelsea sem er í fjórða sæti - en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni.

West Ham er hisn vegar í bullandi fallhættu en liðið er með 27 stig í 17. sæti.  Jafn mörg og Bournemouth sem er í 18. sæti en á leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira