Innlent

Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Norræna er væntanleg um níuleytið.
Norræna er væntanleg um níuleytið. Vísir/Jói K

Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku.

Samkvæmt Austurfrétt má ætla að ástæðan fyrir því að um 160 farþegar þurfi ekki að fara í sýnatöku sé sú að viðkomandi séu að koma beint frá Færeyjum sem sóttvarnaryfirvöld skilgreina ekki sem áhættusvæði.

Allir farþegar sem þurfa að fara í sýnatöku fá leiðbeiningar um hvernig skuli bera sig að á meðan niðurstöðu er beðið.

Í ljósi þess hversu margir ferðamenn eru væntanlegir til fjórðungsins í dag þykir aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi rétt að árétta við íbúa á svæðinu að gæta vel að smitvörnum, huga að tveggja metra reglunni og handþvotti.

Áfram sé mikilvægt að spritta snertifleti á borð við hurðarhúna og borð í verslunum og veitingastöðum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.