Aldrei fleiri horft á leik í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 17:45 Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Liverpool mennina Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain í leiknum á Goodison Park í gær. Getty/Tony McArdle Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu að taka stig á móti nágrönnum sínum og verðandi Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir markaleysið þá fór leikurinn í sögubækurnar. Leikur Everton og Liverpool setti nýtt met í gær því aldrei hafa fleiri horft á sjónvarpsútsendingu frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Alls horfðu 5,5 milljónir á leikinn hjá Sky Sports og Pick TV en mikill áhugi á leikjum helgarinnar varð til þess að gamla metið féll. Metið var orðið átta ára gamalt. Merseyside derby breaks viewing figures on Sky Sports as 5.5m people tune inhttps://t.co/W1hGrpEBHu pic.twitter.com/d89uaDUsc6— Mirror Football (@MirrorFootball) June 22, 2020 Fyrir þessa helgi höfðu mest 4,2 milljónir horft á einn leik í sjónvarpi í Bretlandi en það voru þeir sem horfðu á nágrannaslag Manchester City og Manchester United árið 2012. Vincent Kompany skoraði þá sigurmarkið fyrir Manchester City í 1-0 sigri. Auðvitað hjálpar til að leikur Everton og Liverpool var ekki aðeins sýndur á Sky Sports heldur einnig í opinni dagskrá hjá Pick TV. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir kórónuveirufaraldurinn og svo auðvitað mikill nágrannaslagur milli liða frá sömu borg. Stuðningsmenn félaganna og aðrir þyrstir í fótbolta og ekki gátu þeir mætt á Goodison Park þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á leikvöngunum. Liverpool hefði með sigri í leiknum í gær getað séð til þess að liðið ætti möguleika á því að tryggja sér enska meistaratitilinn á Anfield á miðvikudagskvöldið. Eftir þetta jafntefli þá þurfa stuðningsmenn Liverpool þurfa nú að bíða aðeins lengur. Það er mikill áhugi á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að engir áhorfendur séu leyfðir á völlunum sjálfum. 4,5 milljónir horfðu þannig á leik Crystal Palace og Bournemouth á BBC One og iPlayer. Sá leikur fór fram á laugardaginn og var því í raun eigandi metsins í sólarhring eða þangað til að það svo féll með leik Liverpool og Everton. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu að taka stig á móti nágrönnum sínum og verðandi Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir markaleysið þá fór leikurinn í sögubækurnar. Leikur Everton og Liverpool setti nýtt met í gær því aldrei hafa fleiri horft á sjónvarpsútsendingu frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Alls horfðu 5,5 milljónir á leikinn hjá Sky Sports og Pick TV en mikill áhugi á leikjum helgarinnar varð til þess að gamla metið féll. Metið var orðið átta ára gamalt. Merseyside derby breaks viewing figures on Sky Sports as 5.5m people tune inhttps://t.co/W1hGrpEBHu pic.twitter.com/d89uaDUsc6— Mirror Football (@MirrorFootball) June 22, 2020 Fyrir þessa helgi höfðu mest 4,2 milljónir horft á einn leik í sjónvarpi í Bretlandi en það voru þeir sem horfðu á nágrannaslag Manchester City og Manchester United árið 2012. Vincent Kompany skoraði þá sigurmarkið fyrir Manchester City í 1-0 sigri. Auðvitað hjálpar til að leikur Everton og Liverpool var ekki aðeins sýndur á Sky Sports heldur einnig í opinni dagskrá hjá Pick TV. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir kórónuveirufaraldurinn og svo auðvitað mikill nágrannaslagur milli liða frá sömu borg. Stuðningsmenn félaganna og aðrir þyrstir í fótbolta og ekki gátu þeir mætt á Goodison Park þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á leikvöngunum. Liverpool hefði með sigri í leiknum í gær getað séð til þess að liðið ætti möguleika á því að tryggja sér enska meistaratitilinn á Anfield á miðvikudagskvöldið. Eftir þetta jafntefli þá þurfa stuðningsmenn Liverpool þurfa nú að bíða aðeins lengur. Það er mikill áhugi á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að engir áhorfendur séu leyfðir á völlunum sjálfum. 4,5 milljónir horfðu þannig á leik Crystal Palace og Bournemouth á BBC One og iPlayer. Sá leikur fór fram á laugardaginn og var því í raun eigandi metsins í sólarhring eða þangað til að það svo féll með leik Liverpool og Everton.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira