Þrír úr Arsenal í einangrun eftir gallað próf Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2020 11:30 Arsenal-menn hafa átt erfitt uppdráttar síðustu daga. VÍSIR/GETTY Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Arsenal eftir að keppni hófst að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrír leikmanna liðsins gátu ekki æft í aðdraganda tapsins gegn Manchester City vegna gruns um kórónuveirusmit. Arsenal steinlá gegn City, 3-0, síðastliðinn miðvikudag í fyrsta leik sínum eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. The Athletic hefur nú greint frá því að í reglubundinni skimun úrvalsdeildarinnar fyrir veirunni, viku fyrir leikinn, hafi einn leikmanna Arsenal greinst með jákvætt sýni. Leikmaðurinn hafi því þurft að fara í einangrun, sem og tveir liðsfélagar sem hann var í mestum samskiptum við. Grunur lék á því að um falska niðurstöðu væri að ræða en leikmennirnir urðu samkvæmt reglum deildarinnar að vera í einangrun, jafnvel þótt að Arsenal tæki sín eigin próf sem reyndust neikvæð. Leikmennirnir þrír misstu því af þremur æfingadögum en fengu að mæta á æfingu á þriðjudag, degi fyrir leikinn við City. Samkvæmt The Athletic ferðuðust þeir allir með til Manchester og voru í leikmannahópi Arsenal. Arsenal, sem hafði ekki tapað í átta leikjum í röð fyrir hléið og unnið þrjá síðustu leikina, hefur nú tapað tveimur fyrstu leikjum eftir hléið. Liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Brighton á laugardaginn og er komið niður í 10. sæti deildarinnar. Við þetta bætist að markmaðurinn Bernd Leno meiddist í hné í leiknum við Brighton, og gæti hugsanlega verið frá keppni næsta árið, og þeir Pablo Mari og Granit Xhaka meiddust í ökkla gegn City. Arsenal mætir næst Southampton á útivelli á fimmtudaginn. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. 20. júní 2020 16:26 Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Arsenal eftir að keppni hófst að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrír leikmanna liðsins gátu ekki æft í aðdraganda tapsins gegn Manchester City vegna gruns um kórónuveirusmit. Arsenal steinlá gegn City, 3-0, síðastliðinn miðvikudag í fyrsta leik sínum eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. The Athletic hefur nú greint frá því að í reglubundinni skimun úrvalsdeildarinnar fyrir veirunni, viku fyrir leikinn, hafi einn leikmanna Arsenal greinst með jákvætt sýni. Leikmaðurinn hafi því þurft að fara í einangrun, sem og tveir liðsfélagar sem hann var í mestum samskiptum við. Grunur lék á því að um falska niðurstöðu væri að ræða en leikmennirnir urðu samkvæmt reglum deildarinnar að vera í einangrun, jafnvel þótt að Arsenal tæki sín eigin próf sem reyndust neikvæð. Leikmennirnir þrír misstu því af þremur æfingadögum en fengu að mæta á æfingu á þriðjudag, degi fyrir leikinn við City. Samkvæmt The Athletic ferðuðust þeir allir með til Manchester og voru í leikmannahópi Arsenal. Arsenal, sem hafði ekki tapað í átta leikjum í röð fyrir hléið og unnið þrjá síðustu leikina, hefur nú tapað tveimur fyrstu leikjum eftir hléið. Liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Brighton á laugardaginn og er komið niður í 10. sæti deildarinnar. Við þetta bætist að markmaðurinn Bernd Leno meiddist í hné í leiknum við Brighton, og gæti hugsanlega verið frá keppni næsta árið, og þeir Pablo Mari og Granit Xhaka meiddust í ökkla gegn City. Arsenal mætir næst Southampton á útivelli á fimmtudaginn.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. 20. júní 2020 16:26 Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. 20. júní 2020 16:26
Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15