Bað Miðflokksmenn um að sofa vel á tölfræði um ræðuhöld þeirra Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:38 Steingrímur taldi upp tölfræði um ræðuhöld Miðflokksmanna. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“ Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent