Fótbolti

Ragnar staldraði stutt við á Íslandi - Með í grannaslagnum

Sindri Sverrisson skrifar
Hin rússneska Alena, unnusta Ragnars, skrifaði á Instagram að sér hefði þótt Ísland öruggasti staðurinn til að fæða sitt fyrsta barn, á þeim óvissutímum sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið í heiminum.
Hin rússneska Alena, unnusta Ragnars, skrifaði á Instagram að sér hefði þótt Ísland öruggasti staðurinn til að fæða sitt fyrsta barn, á þeim óvissutímum sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið í heiminum. Mynd/Instagram/@sykurson

Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í fótbolta, verður í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar á morgun í grannaslagnum við Bröndby.

Ragnar fékk leyfi til að fara til Íslands á dögunum af fjölskylduástæðum en þau Alena, unnusta hans, áttu von á sínu fyrsta barni.

Ragnar missti því af leik FCK við AaB á miðvikudaginn en verður með á morgun í stórleiknum við Bröndby. Hann kemur inn í leikmannahópinn í stað hins 17 ára gamla William Böving.

FCK er með 56 stig í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en Bröndby er með 42 stig í 4. sætinu. FCK er níu stigum á eftir toppliði Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×