Stéttaskipting í frægu hvítu afmælisveislunni hjá Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 10:30 Eins og sjá má á þessari mynd af Instagram síðu Neymar þá var greinilega mikið fjör í afmælisveislunni og allir að sjálfsögðu klæddir í hvítt. Mynd/Instagram Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mikill glaumgosi og á góðri leið með að verða þekktari fyrir að skemmta sér utan vallar en að skemmta knattspyrnuáhugafólki innan vallar. Neymar er ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims og leikmaður franska Paris Saint Germain þótt hann vilji sjálfur ólmur komast aftur til Barcelona. Neymar er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur að flestra mati ekki nýtt þá hæfileika til fulls. Leikaraskapur og veisluhöld eru tvö dæmi um það sem hefur verið að trufla hann. Kannski eru látlaus meiðsli hans síðustu ár bara óheppni þó sumir vilji halda öðru fram. Neymar had two rooms - one for married people and one for single people ??And Herrera's wife wouldn't even let him go to the toilet ??https://t.co/NDKG1DRGJw— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 19, 2020 Spánverjinn Ander Herrera er nú liðsfélagi Neymar hjá Paris Saint Germain eftir að hafa komið þangað frá Manchester United. Ander Herrera var líka einn af þeim sem var boðið í 28 ára afmælisveislu Neymar fyrr í vetur. Neymar varð 28 ára gamall 5. febrúar síðastliðinn en á sama tíma var hann óleikfær vegna rifbeinsmeiðsla. Neymar bauð í svaka veislu í tilefni afmælisins sínu og það voru nokkrar reglur. Í fyrsta lagi þá urðu allir gestir að mæta í hvítu en það var líka önnur regla sem Ander Herrera sagði frá nýlega. Þeir sem voru í sambandi máttu nefnilega ekki skemmta sér á sama stað og þeir sem voru einhleypir. Pörin voru uppi í íbúðinni en þeir einhleypu fengu bara að vera niðri. Það þarf ekki segja meira um það hvort Neymar er í sambandi eða ekki. View this post on Instagram Fui feliz, atura ou surta 28 A post shared by ene10ta Érre neymarjr (@neymarjr) on Feb 6, 2020 at 1:03pm PST Þegar Ander Herrera var spurður um hvað hafi gerst í afmælisveislunni þá svaraði hann: „Hvað gerðist ekki?“ „Sannleikurinn er sá að þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það til þess að skemmta sér. Hann skipulagði veisluna til þess að hafa gaman. Ég hrósaði honum fyrir það,“ sagði Ander Herrera og umrædd stéttaskipting hafði áhrif á kvöld Spánverjans sem fékk ekki að vera með í aðalfjörinu. „Auðvitað leyfði eiginkonan mér hvorki að fara á klósettið eða fara niður til þeirra,“ sagði Ander Herrera. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mikill glaumgosi og á góðri leið með að verða þekktari fyrir að skemmta sér utan vallar en að skemmta knattspyrnuáhugafólki innan vallar. Neymar er ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims og leikmaður franska Paris Saint Germain þótt hann vilji sjálfur ólmur komast aftur til Barcelona. Neymar er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur að flestra mati ekki nýtt þá hæfileika til fulls. Leikaraskapur og veisluhöld eru tvö dæmi um það sem hefur verið að trufla hann. Kannski eru látlaus meiðsli hans síðustu ár bara óheppni þó sumir vilji halda öðru fram. Neymar had two rooms - one for married people and one for single people ??And Herrera's wife wouldn't even let him go to the toilet ??https://t.co/NDKG1DRGJw— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 19, 2020 Spánverjinn Ander Herrera er nú liðsfélagi Neymar hjá Paris Saint Germain eftir að hafa komið þangað frá Manchester United. Ander Herrera var líka einn af þeim sem var boðið í 28 ára afmælisveislu Neymar fyrr í vetur. Neymar varð 28 ára gamall 5. febrúar síðastliðinn en á sama tíma var hann óleikfær vegna rifbeinsmeiðsla. Neymar bauð í svaka veislu í tilefni afmælisins sínu og það voru nokkrar reglur. Í fyrsta lagi þá urðu allir gestir að mæta í hvítu en það var líka önnur regla sem Ander Herrera sagði frá nýlega. Þeir sem voru í sambandi máttu nefnilega ekki skemmta sér á sama stað og þeir sem voru einhleypir. Pörin voru uppi í íbúðinni en þeir einhleypu fengu bara að vera niðri. Það þarf ekki segja meira um það hvort Neymar er í sambandi eða ekki. View this post on Instagram Fui feliz, atura ou surta 28 A post shared by ene10ta Érre neymarjr (@neymarjr) on Feb 6, 2020 at 1:03pm PST Þegar Ander Herrera var spurður um hvað hafi gerst í afmælisveislunni þá svaraði hann: „Hvað gerðist ekki?“ „Sannleikurinn er sá að þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það til þess að skemmta sér. Hann skipulagði veisluna til þess að hafa gaman. Ég hrósaði honum fyrir það,“ sagði Ander Herrera og umrædd stéttaskipting hafði áhrif á kvöld Spánverjans sem fékk ekki að vera með í aðalfjörinu. „Auðvitað leyfði eiginkonan mér hvorki að fara á klósettið eða fara niður til þeirra,“ sagði Ander Herrera.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira