Kjartan: Réðum illa við boltann á grasinu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 18. júní 2020 22:00 Kjartan Stefánsson á hliðarlínunni. vísir/bára Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins en Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu. Sóknirnar hjá Fylki í leiknum voru mjög ákveðnar fram á við og þær voru ekkert mikið að halda boltanum bara til að halda honum. „Við ætluðum að sækja á þær með ákveðnum hætti og gerðum það svo sem. Það sem var kannski mesta brasið í þessum leik var að þetta fyrsti leikurinn okkar á grasi. Við erum ekkert á grasi og réðum bara illa við boltann.” Fylkir spilar vanalega á gervigrasi eins og helmingurinn af liðunum í Pepsi Max deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur Fylkis á grasi í sumar og það fór ekki vel í þær. „Við réðum illa við boltann á grasinu. Mér fannst bæði lið vera svona í sömu stöðu hvað það varðar. Þó að KRingar hafi kannski verið í aðeins skárri stöðu hvað það varðaði.” Það hægðist dálítið á tempóinu undir lok leiksins og það sást á báðum liðum að það var þreyta. Fylkir náðu þó að nýta sín færi undir lok leiksins. „Það dróg af báðum liðum. Við vorum að missa einfalda bolta í gegnum okkur og þær líka. Við náðum sem betur fer bara að klára þennan leik.” Fylkir fær nýliðana úr Þrótti í næsta leik en ef þær vinna þann leik verða þær með 9 stig eftir 3 leiki. Kjartan ætlar samt ekki að vera of kokhraustur fyrir þeim leik. „Ég er nú aðeins búinn að horfa á Þrótt og þær líta bara mjög vel út. Það verður alveg erfiður leikur. Voru Valur ekki bara að vinna þær 2-1? Það verður líka brekka þar, við þurfum allavega að gíra okkur vel upp í þann leik. Það er stutt á milli leikja og ég gæti alveg trúað að þessi leikur myndi sitja aðeins í okkur. Gras og þreyta frá síðasta leik. Nú þurfum við að endurheimta orkuna vel fyrir næsta leik.” Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira
Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins en Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu. Sóknirnar hjá Fylki í leiknum voru mjög ákveðnar fram á við og þær voru ekkert mikið að halda boltanum bara til að halda honum. „Við ætluðum að sækja á þær með ákveðnum hætti og gerðum það svo sem. Það sem var kannski mesta brasið í þessum leik var að þetta fyrsti leikurinn okkar á grasi. Við erum ekkert á grasi og réðum bara illa við boltann.” Fylkir spilar vanalega á gervigrasi eins og helmingurinn af liðunum í Pepsi Max deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur Fylkis á grasi í sumar og það fór ekki vel í þær. „Við réðum illa við boltann á grasinu. Mér fannst bæði lið vera svona í sömu stöðu hvað það varðar. Þó að KRingar hafi kannski verið í aðeins skárri stöðu hvað það varðaði.” Það hægðist dálítið á tempóinu undir lok leiksins og það sást á báðum liðum að það var þreyta. Fylkir náðu þó að nýta sín færi undir lok leiksins. „Það dróg af báðum liðum. Við vorum að missa einfalda bolta í gegnum okkur og þær líka. Við náðum sem betur fer bara að klára þennan leik.” Fylkir fær nýliðana úr Þrótti í næsta leik en ef þær vinna þann leik verða þær með 9 stig eftir 3 leiki. Kjartan ætlar samt ekki að vera of kokhraustur fyrir þeim leik. „Ég er nú aðeins búinn að horfa á Þrótt og þær líta bara mjög vel út. Það verður alveg erfiður leikur. Voru Valur ekki bara að vinna þær 2-1? Það verður líka brekka þar, við þurfum allavega að gíra okkur vel upp í þann leik. Það er stutt á milli leikja og ég gæti alveg trúað að þessi leikur myndi sitja aðeins í okkur. Gras og þreyta frá síðasta leik. Nú þurfum við að endurheimta orkuna vel fyrir næsta leik.”
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira