Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðinga að renna út Lillý Valgerður Pétursdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 18. júní 2020 20:10 Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala Vísir/Egill Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira