Enski boltinn

Neitaði að berjast í fall­bar­áttunni með Bour­­nemouth og vill nú sau­tján milljónir á viku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ryan Fraser léttur, ljúfur og kátur.
Ryan Fraser léttur, ljúfur og kátur. vísir/getty

Ryan Fraser, leikmaður Bournemouth, kom sér í fréttirnar í gær er félagið gaf það út að hann hafi neitað að framlengja samning sinn um einn mánuð og spila með liðinu út leiktíðina en Bournemouth er í fallsæti er níu umferðir eru eftir af deildinni.

Félögunum í ensku úrvalsdeildinni stóð til boða, vegna kórónuveirunnar, að framlengja samninga um einn mánuð við þá leikmenn sem áttu að renna út af samningi 30. júní. Fraser hafnaði pent því boði.

Lundúnarliðin Arsenal og Tottenham eru sögð hafa áhrif á þessum öfluga miðjumanni sem hefur verið í herbúðum Bournemouth frá árinu 2013 er hann kom frá uppeldisfélaginu, Aberdeen, í Skotlandi.

Fengi Fraser hundrað þúsund pund á viku hjá Arsenal yrði hann með sömu laun og Granit Xhaka, Bernd Leno og Sead Kolasinac en hjá Tottenham eru þeir Jan Vertonghen, Hugo Lloris og Dele Alli allir á hundrað þúsund pundum á viku.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Fraser verði í leikmannahópi Bournemouth gegn Crystal Palace á laugardaginn en hann er gjaldgengur hjá Bournemouth í leik helgarinnar gegn Palace sem og leiknum í næstu umferð gegn Wolves. Svo kveður hann félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×