Fótbolti

Meistara­deildin klárast með hrað­móti í Lissabon í ágúst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Ceferin, forseti UEFA.
Alexander Ceferin, forseti UEFA. vísir/getty

Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag.

Öllum leikjunum í 16-liða úrslitunum var ekki lokið og 16-liða úrslitin verða kláruð 7. og 8. ágúst. PSG, Atletico Madrid, Atalanta og Leipzig eru komin áfram en enn á eftir að skera úr um síðari fjögur liðin (Bayern/Chelsea, Napoli/Barcelona, Real Madrid/Man. City og Lyon-Juventus).

Ekki verða leiknir tveir leikir í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum eins og venjan er en í ár verða átta liða úrslitin og undanúrslitin bara einn leikur.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sagði að ólíklegt væri að áhorfendur gætu verið á völlunum en hann segir að það breytist frá til dags. Það verði tekin ákvörðun í kringum miðjan júlí.

Sama fyrirkomulag verður í Evrópudeild karla og Meistaradeild kvenna. Evrópudeild karla mun þó fara fram í Þýskalandi en Meistaradeild kvenna mun klárast í Bilbao og San Sebiastian með svipuðu hraðmóti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.