Innlent

Gengur ekki að fólk sé að faðmast

Sylvía Hall skrifar
Víðir Reynisson á upplýsingafundi í dag.
Víðir Reynisson á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm

Fólk sem kemur til landsins þarf að fara varlega þar til það fær niðurstöður úr skimun. Veiran sé enn til staðar í samfélaginu og því þurfi að lágmarka smithættu.

Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi. Fólk ætti í raun að haga sér eins og það væri í sóttkví.

Þegar fyrstu farþegar komu til landsins í gær mátti sjá marga faðmast, enda margir búnir að bíða lengi eftir því að koma til landsins.

Víðir segir það ekki ganga að fólk sé að fallast í faðma þegar það viti ekki hvort það sé smitað eða ekki. Fólk þyrfti að haga sér í samræmi við það að veiran sé enn í samfélaginu.

Alma Möller landlæknir benti jafnframt á að Íslendingar væru í meiri hættu varðandi smit, enda væru þeir í nánara samneyti en ferðamenn.


Tengdar fréttir

Smituðu lögreglumann á Suðurlandi

Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.