Innlent

Smituðu lögreglumann á Suðurlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá fundi dagsins.
Frá fundi dagsins. Vísir/Vilhelm

Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands á dögunum og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnarlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Mennirnir komu til landsins í sex manna hópi en þrír úr hópnum voru handteknir vegna gruns um þjófnað úr verslunum á Selfossi. Við rannsókn málsins kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví og reyndust tveir þeirra með virk Covid-19 smit.

„Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af þessum einstaklingum og svo virðist sem að þessir einstaklingar hafi náð að smita einn lögreglumann á Suðurlandi. Er sá nú kominn í einangrun og smitrakning eining í gangi,“ sagði Þórólfur.

Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví.

Fimm af þeim komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins.

Þá leitar lögregla nú að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. Þeir komu til landsins þann 5. júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×