Innlent

Svona var upplýsingafundurinn um opnun landamæra Íslands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.
Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Elísabet Inga

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan tvö í dag.

Á fundinum verður fjallað um stöðu mála varðandi opnun landamæra Íslands. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum hér fyrir neðan, sem og á Stöð 2 Vísi. Þá verður einnig fylgst með framvindu fundarins í beinni textalýsingu á Vísi, neðst í fréttinni.

Í gær hófust skimanir á landamærum Íslands og er ferðamönnum sem heimilt er að koma hingað til lands boðið að fara í skimun fyrir kórónuveiru, í stað þess að fara í 14 daga sóttkví.

Um 900 manns komu til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll í gær og gengu skimanir heilt yfir vel, líkt og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.