Mun Sergio Ramos færa sig um set í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 13:30 Sergio Ramos fagnar hér markinu sem hann skoraði í fyrsta leik Real Madrid eftir hlé. Getty/Oscar J. Barroso Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira
Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira
Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30
Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30
Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50