Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 11:11 Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli komu með flugi Wizz air frá London sem lenti klukkan 9:40 í morgun. Vísir/Frikki Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. Farþegar vélarinnar eru þeir fyrstu sem kost höfðu á því að velja á milli þess að láta skima sig fyrir kórónuveirunni eða sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Neiti farþegar öðrum þessara kosta verður þeim vísað úr landi. Fréttastofa var á vettvangi þegar fyrstu skimuðu farþegarnir komu út úr komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Hér fyrir neðan má sjá myndir af farþegum sem komu með fyrsta flugi dagsins. Að sögn eins farþega vélarinnar voru um 70 til 80 farþegar um borð. Meirihluti þeirra voru Íslendingar. Mesta umferðin í lengri tíma Í dag munu alls átta vélar lenda á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða mestu umferð um völlinn í nokkuð langan tíma, eða frá því flugsamgöngur röskuðust allverulega sökum kórónuveirufaraldursins. Til samanburðar við þær átta vélar sem koma til landsins í dag lenti aðeins ein vél á vellinum í gær, flug Icelandair frá London. Daginn áður voru þær þó fjórar, tvær frá Wizz Air og tvær frá Icelandair. Um 60 manns koma með beinum hætti að skimun farþega í flugstöðinni. Gert er ráð fyrir að sýnataka á hvern farþega taki á bilinu tvær til tvær og hálfa mínútu. Eins er búið að reikna út að biðtími eftir skimun á ekki að geta verið meiri en 33 mínútur. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. Farþegar vélarinnar eru þeir fyrstu sem kost höfðu á því að velja á milli þess að láta skima sig fyrir kórónuveirunni eða sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Neiti farþegar öðrum þessara kosta verður þeim vísað úr landi. Fréttastofa var á vettvangi þegar fyrstu skimuðu farþegarnir komu út úr komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Hér fyrir neðan má sjá myndir af farþegum sem komu með fyrsta flugi dagsins. Að sögn eins farþega vélarinnar voru um 70 til 80 farþegar um borð. Meirihluti þeirra voru Íslendingar. Mesta umferðin í lengri tíma Í dag munu alls átta vélar lenda á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða mestu umferð um völlinn í nokkuð langan tíma, eða frá því flugsamgöngur röskuðust allverulega sökum kórónuveirufaraldursins. Til samanburðar við þær átta vélar sem koma til landsins í dag lenti aðeins ein vél á vellinum í gær, flug Icelandair frá London. Daginn áður voru þær þó fjórar, tvær frá Wizz Air og tvær frá Icelandair. Um 60 manns koma með beinum hætti að skimun farþega í flugstöðinni. Gert er ráð fyrir að sýnataka á hvern farþega taki á bilinu tvær til tvær og hálfa mínútu. Eins er búið að reikna út að biðtími eftir skimun á ekki að geta verið meiri en 33 mínútur. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira