Innlent

Skjálfti í Bárðarbunguöskju

Sylvía Hall skrifar
Bárðarbunga sést hér í fjarska.
Bárðarbunga sést hér í fjarska. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í austanverðri Bárðarbunguöskjunni um klukkan hálf fimm í dag. Einn eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið en sá var af stærðinni 1,2.

Enginn gosórói er þó sjáanlegur á svæðinu samkvæmt athugasemd jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands.

Svipaður skjálfti mældist í Bárðarbungu síðast þann 30. maí.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×