Innlent

Snarpur skjálfti í Bárðarbungu

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Bárðarbunga er hér í fjarska.
Bárðarbunga er hér í fjarska. Vísir/Vilhelm

Snarpur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu í nótt, þrír komma fimm að stærð. Skjálftinn reið yfir á þriðja tímanum en í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands mældust engir eftirskjálftar og engin merki sjást um gosóróa.

Í gær var greint frá því að vísbendingar eru um að landris sé hafið við Þorbjörn í Grindavík að nýju.

Sérfræðingar veðurstofunnar fylgjast með gangi mála en í næstu viku er von á að betri gögn skýri stöðu mála. Enn er óvissustig almannavarna í gildi vegna landrisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.