Innlent

Snarpur skjálfti í Bárðarbungu

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Bárðarbunga er hér í fjarska.
Bárðarbunga er hér í fjarska. Vísir/Vilhelm

Snarpur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu í nótt, þrír komma fimm að stærð. Skjálftinn reið yfir á þriðja tímanum en í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands mældust engir eftirskjálftar og engin merki sjást um gosóróa.

Í gær var greint frá því að vísbendingar eru um að landris sé hafið við Þorbjörn í Grindavík að nýju.

Sérfræðingar veðurstofunnar fylgjast með gangi mála en í næstu viku er von á að betri gögn skýri stöðu mála. Enn er óvissustig almannavarna í gildi vegna landrisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×