Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 10:56 Andrzej Duda sést hér til hægri. Hann sækist nú eftir endurkjöri í Póllandi. Vísir/getty Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. Kynslóð foreldra hans hefði barist gegn hugmyndafræði kommúnisma í fjörutíu ár en nú væri ný barátta tekin við. „Þau börðust ekki svo ný hugmyndafræði kæmi fram sem er skaðlegri,“ sagði Duda í ræðu sinni, en hann hefur verið forseti Póllands frá árinu 2015. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, hefur barist gegn réttindum hinsegin fólks undanfarin ár og hefur hinsegin fólk mætt ofsóknum og ofbeldi í embættistíð hans. Á síðasta ári réðust hægri öfgahópar að fyrstu gleðigöngunni í borginni Bialystok og hentu leiftursprengjum, steinum og glerflöskum að þátttakendum í göngunni. Á kosningafundi sínum í Brzeg í suðvesturhluta Póllands sagði Duda það vera á ábyrgð foreldra hvernig kynfræðslu væri háttað og það væri ekki á valdi stofnana að hlutast til um það. Þó skrifaði forsetinn undir kosningatillögur fyrr í mánuðinum þar sem hann lofaði því að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingu hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Duda virðist ætla beita sér mjög gegn réttindum hinsegin fólks í kosningabaráttunni, en hann sagði hinsegin fólk grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að barátta þeirra væri skaðleg gegn mannkyninu. Í viðtali í Víglínunni á síðasta ári ræddi Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 stöðu hinsegin fólks í Póllandi. Hún sagðist óttast stefnu yfirvalda þar í landi, enda hefði kosningabaráttan í þingkosningunum á síðasta ári verið hatursfull og skaðleg fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Pólland Hinsegin Tengdar fréttir ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. Kynslóð foreldra hans hefði barist gegn hugmyndafræði kommúnisma í fjörutíu ár en nú væri ný barátta tekin við. „Þau börðust ekki svo ný hugmyndafræði kæmi fram sem er skaðlegri,“ sagði Duda í ræðu sinni, en hann hefur verið forseti Póllands frá árinu 2015. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, hefur barist gegn réttindum hinsegin fólks undanfarin ár og hefur hinsegin fólk mætt ofsóknum og ofbeldi í embættistíð hans. Á síðasta ári réðust hægri öfgahópar að fyrstu gleðigöngunni í borginni Bialystok og hentu leiftursprengjum, steinum og glerflöskum að þátttakendum í göngunni. Á kosningafundi sínum í Brzeg í suðvesturhluta Póllands sagði Duda það vera á ábyrgð foreldra hvernig kynfræðslu væri háttað og það væri ekki á valdi stofnana að hlutast til um það. Þó skrifaði forsetinn undir kosningatillögur fyrr í mánuðinum þar sem hann lofaði því að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingu hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Duda virðist ætla beita sér mjög gegn réttindum hinsegin fólks í kosningabaráttunni, en hann sagði hinsegin fólk grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að barátta þeirra væri skaðleg gegn mannkyninu. Í viðtali í Víglínunni á síðasta ári ræddi Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 stöðu hinsegin fólks í Póllandi. Hún sagðist óttast stefnu yfirvalda þar í landi, enda hefði kosningabaráttan í þingkosningunum á síðasta ári verið hatursfull og skaðleg fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“
Pólland Hinsegin Tengdar fréttir ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27