Vegagerðin búin að opna fyrstu hálendisleiðir Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2020 16:01 Við gatnamót Kaldadals og Uxahryggja ofan Þingvalla. Báðar þær leiðir hafa núna verið opnaðar. Mynd/Stöð 2. Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanmegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaði, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar. „Þetta er allt í seinna lagi í ár,“ segir G. Pétur. Hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í gær, sýnir að Fjallabaksleið syðri hefur verið opnuð sem og Sprengisandsleið að sunnanverðu alla leið að Laugafelli norðan Hofsjökuls. Leiðir upp á Sprengisand að norðanverðu, úr Skagafirði, Eyjafirði og Bárðardal, eru allar lokaðar. Frá Sprengisandsleið. Hún er aðeins orðin fær að sunnanverðu.Vísir/Vilhelm. Einnig er orðið fært inn í Veiðivötn alla leið að Jökulheimum. Þá er búið að opna veginn að Lakagígum. Á Vestfjörðum eru búið að opna alla fjallvegi, þar á meðal Þorskafjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Steinadalsheiði. Á Norðurlandi má nefna að Öxarfjarðarheiði er orðin fær og á Austurlandi er búið að opna niður í Loðmundarfjörð frá Borgarfirði eystra. Hálendiskortið sem Vegagerðin birti í gær gildir frá 12. júní. Sjá má að Kjalvegur er orðinn fær. Ófært er hins vegar inn í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri er lokuð.Kort. Vegagerðin. Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar en í sumum árum þarf að bíða framundir verslunarmannahelgi eftir að þeir erfiðustu verði færir. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum, þótt einstaka vegi megi komast með lagni á venjulegum fólksbílum. Samgöngur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanmegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaði, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar. „Þetta er allt í seinna lagi í ár,“ segir G. Pétur. Hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í gær, sýnir að Fjallabaksleið syðri hefur verið opnuð sem og Sprengisandsleið að sunnanverðu alla leið að Laugafelli norðan Hofsjökuls. Leiðir upp á Sprengisand að norðanverðu, úr Skagafirði, Eyjafirði og Bárðardal, eru allar lokaðar. Frá Sprengisandsleið. Hún er aðeins orðin fær að sunnanverðu.Vísir/Vilhelm. Einnig er orðið fært inn í Veiðivötn alla leið að Jökulheimum. Þá er búið að opna veginn að Lakagígum. Á Vestfjörðum eru búið að opna alla fjallvegi, þar á meðal Þorskafjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Steinadalsheiði. Á Norðurlandi má nefna að Öxarfjarðarheiði er orðin fær og á Austurlandi er búið að opna niður í Loðmundarfjörð frá Borgarfirði eystra. Hálendiskortið sem Vegagerðin birti í gær gildir frá 12. júní. Sjá má að Kjalvegur er orðinn fær. Ófært er hins vegar inn í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri er lokuð.Kort. Vegagerðin. Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar en í sumum árum þarf að bíða framundir verslunarmannahelgi eftir að þeir erfiðustu verði færir. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum, þótt einstaka vegi megi komast með lagni á venjulegum fólksbílum.
Samgöngur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira