Staðfesta þriggja ára fangelsisdóm yfir þjálfara sem nauðgaði þrettán ára stúlku Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 16:48 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira