Íslenski boltinn

Fimm leikmenn sem þú ættir að fylgjast með í Pepsi Max-deild kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er spáð glæstri framtíð í fótboltanum.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er spáð glæstri framtíð í fótboltanum. vísir/bára

Í upphitunarþætti fyrir Pepsi Max-deild kvenna í gær fóru Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports yfir leikmenn sem vert er að fylgjast með í sumar.

Þrír af þeim fimm leikmenn sem Helena og sérfræðingarnir völdu koma úr Breiðabliki. Þetta eru Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir sem eru allar fæddar 2001.

Áslaug og Karólína eru báðar á sínu þriðja tímabili hjá Breiðabliki. Þær urðu Íslandsmeistarar með Blikum 2018 og hafa báðar leikið fyrir A-landsliðið. Sveindís Jane kom til Breiðabliks frá Keflavík í vetur. Á síðasta tímabili lék hún sautján leiki fyrir Keflvíkinga í Pepsi Max-deildinni og skoraði sjö mörk.

Helena og sérfræðingarnir hvöttu fólk einnig til að fylgjast með Selfyssingnum Barbáru Sól Gísladóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, markverði Fylkis.

Í fyrra varð Barbára bikarmeistari með Selfossi. Hún lék líka alla átján leikina í Pepsi Max-deildinni og skoraði fjögur mörk.

Cecilía er einn efnilegasti markvörður sem Ísland hefur eignast í langan tíma. Hún lék fimmtán leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Cecilía, sem er sextán ára, lék sinn fyrsta A-landsleik í vor.

Innslagið úr Pepsi Max-mörkum kvenna má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Leikmenn til að fylgjast með

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×