Innlent

Ís­lendingar fá að gista í Köben eftir allt saman

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Getty

Íslendingar, Þjóðverjar og Norðmenn sem ferðast til Danmerkur í sumar fá að gista í Kaupmannahöfn eftir allt saman. Frá þessu greindi dómsmálaráðherrann Nick Hækkerup á fréttamannafundi nú eftir hádegi.

Áður hafði gerið greint var frá því að Íslendingar mættu ferðast til Danmerkur frá 15. júní. Sérstaklega var tekið fram að þeim væri óheimilt að gista í Kaupmannahöfn eða sveitarfélaginu Frederiksberg þó að heimilt væri að fara þangað í dagsferðir.

„Þegar við opnum á ferðir ferðamanna til Danmerkur á mánudaginn hafa takmarkanirnar verið sex gistinætur að lágmarki og að þær væru ekki í Kaupmannahöfn. Við breytum þessum síðari hluta núna,“ sagði Hækkerup.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.