Innlent

Vika frá síðasta smiti

Andri Eysteinsson skrifar
Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða. Alls hafa verið tekin sýni hjá rúmlega 63 þúsund manns.
Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða. Alls hafa verið tekin sýni hjá rúmlega 63 þúsund manns. Vísir/Vilhelm

Enn eru þrjú virk kórónuveirusmit hér á landi en ekkert nýtt smit greindist milli daga. Nýtt smit greindist síðast fyrir viku síðan.

Samkvæmt tölum á covid.is voru 69 sýni tekin síðasta sólarhringinn. Af þeim voru sex tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu en 63 á veirufræðideild Landspítalans.

Heildartala þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hér á landi er því enn 1.807. 1.794 hafa náð bata en enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Í sóttkví eru nú 722 og fjölgaði því lítillega af þeim sem eru í sóttkví milli daga

Þá hafa 21.646 manns nú lokið sóttkví. Alls hafa 63.045 sýni verið tekin hér á landi.

Tíu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×