Innlent

Veittist að leigu­bíl­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi ekki fundist. 
Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi ekki fundist.  Getty

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á sjöunda tímanum í morgun eftir að leigubílstjóri óskaði aðstoðar eftir að maður hafði veist að honum og rokið út úr bílnum án þess að borga fyrir farið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að frekari upplýsingar liggi ekki fyrir og að maðurinn hafi ekki fundist.

Í skeytinu segir ennfremur að tvær tilkynningar um þjófnað úr verslun í Reykjavík, þar sem starfsmaður átti í hlut.

Skömmu eftir klukkan 5:30 var tilkynnt um mann sem reyndi að brjótast inn í bíla í vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn fannst ekki og ekki búið að tilkynna innbrot á því svæði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×