Erlent

Vilja halda hreina loftinu og sporna gegn bílanotkun

Samúel Karl Ólason skrifar
Mengun hefur verið að aukast aftur í Madríd.
Mengun hefur verið að aukast aftur í Madríd. Getty/Eduardo Parra

Þar sem verið er að draga úr takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist sem að íbúar borga Evrópu séu orðnir vanir hreinna andrúmslofti og vilji halda því. Kannanir úr 21 borg í sex Evrópuríkjum sýna þó hjól atvinnulífsins séu farin að snúast aftur vilji íbúar takmarka bílaumferð og koma í veg fyrir að hún nái sömu hæðum og áður.

Miðað við gögn Politico sögðust 68 prósent þeirra sem svöruðu umræddum könnunum að þau vildu að gripið yrði til aðgerða til að sporna gegn loftmengun og þar á meðal að dregið yrði úr umferð.

Kannanirnar voru gerðar í stórum borgum í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Bretalandi og í Brussel. Gögn sýna að loftmengun er víðast hvar að nálgast fyrri horf, eftir að hún minnkaði þegar faraldurinn hafði hvað mest áhrif á Evrópu.

Um 55 prósent Þjóðverja sögðust sammála því að hið opinbera ætti að grípa til aðgerða gegn loftmengun, jafnvel þó slíkar aðgerðir fælu í sér að banna mengandi bíla í borgum. Í öðrum löndum hækkaði hlutfallið upp í 74 og allt að 82 prósent, samkvæmt Politico.

https://www.politico.eu/article/life-after-covid-europeans-want-to-keep-their-cities-car-free/



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×