Sancho orðinn of dýr fyrir Man. Utd? Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 07:00 Jadon Sancho er þrátt fyrir ungan aldur að klára sína þriðju leiktíð með Dortmund. VÍSIR/GETTY Þrátt fyrir að stjórnendur hjá Dortmund hafi viðurkennt að Jadon Sancho geti veri til vandræða þá vilja þeir ekki selja hann nema fyrir himinhátt verð. Sancho, sem er tvítugur, enskur kantmaður, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Dortmund vill fá 115 milljónir punda fyrir kappann, samkvæmt frétt Daily Telegraph. United hefur mest greitt 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. Samkvæmt Telegraph var United fremst í kapphlaupinu um Sancho áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á en mikil óvissa ríkir á leikmannamarkaðnum vegna faraldursins og fjárhagslegra afleiðinga hans. Forráðamenn United eru hikandi við að borga á slíkum tímum hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Samkvæmt Telegraph verða engar áætlanir ritaðar í stein fyrr en tímabilið verður að minnsta kosti hafið að nýju og meira vitað um stöðu leikmanna. Sancho fékk sekt fyrr á þessari leiktíð eftir að hafa komið of seint úr landsliðsferð, og hann fékk einnig sekt frá þýska knattspyrnusambandinu fyrir að fara í klippingu án andlitsgrímu og brjóta þannig reglur til að sporna við smithættu. „Jadon er ekki bara einstakur fótboltamaður sem eftir er tekið úti á velli, heldur einnig utan vallar. Stundum er það ekki auðvelt fyrir okkur,“ sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, við Bild. Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00 Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Þrátt fyrir að stjórnendur hjá Dortmund hafi viðurkennt að Jadon Sancho geti veri til vandræða þá vilja þeir ekki selja hann nema fyrir himinhátt verð. Sancho, sem er tvítugur, enskur kantmaður, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Dortmund vill fá 115 milljónir punda fyrir kappann, samkvæmt frétt Daily Telegraph. United hefur mest greitt 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. Samkvæmt Telegraph var United fremst í kapphlaupinu um Sancho áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á en mikil óvissa ríkir á leikmannamarkaðnum vegna faraldursins og fjárhagslegra afleiðinga hans. Forráðamenn United eru hikandi við að borga á slíkum tímum hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Samkvæmt Telegraph verða engar áætlanir ritaðar í stein fyrr en tímabilið verður að minnsta kosti hafið að nýju og meira vitað um stöðu leikmanna. Sancho fékk sekt fyrr á þessari leiktíð eftir að hafa komið of seint úr landsliðsferð, og hann fékk einnig sekt frá þýska knattspyrnusambandinu fyrir að fara í klippingu án andlitsgrímu og brjóta þannig reglur til að sporna við smithættu. „Jadon er ekki bara einstakur fótboltamaður sem eftir er tekið úti á velli, heldur einnig utan vallar. Stundum er það ekki auðvelt fyrir okkur,“ sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, við Bild.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00 Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00
Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00