Sancho orðinn of dýr fyrir Man. Utd? Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 07:00 Jadon Sancho er þrátt fyrir ungan aldur að klára sína þriðju leiktíð með Dortmund. VÍSIR/GETTY Þrátt fyrir að stjórnendur hjá Dortmund hafi viðurkennt að Jadon Sancho geti veri til vandræða þá vilja þeir ekki selja hann nema fyrir himinhátt verð. Sancho, sem er tvítugur, enskur kantmaður, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Dortmund vill fá 115 milljónir punda fyrir kappann, samkvæmt frétt Daily Telegraph. United hefur mest greitt 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. Samkvæmt Telegraph var United fremst í kapphlaupinu um Sancho áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á en mikil óvissa ríkir á leikmannamarkaðnum vegna faraldursins og fjárhagslegra afleiðinga hans. Forráðamenn United eru hikandi við að borga á slíkum tímum hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Samkvæmt Telegraph verða engar áætlanir ritaðar í stein fyrr en tímabilið verður að minnsta kosti hafið að nýju og meira vitað um stöðu leikmanna. Sancho fékk sekt fyrr á þessari leiktíð eftir að hafa komið of seint úr landsliðsferð, og hann fékk einnig sekt frá þýska knattspyrnusambandinu fyrir að fara í klippingu án andlitsgrímu og brjóta þannig reglur til að sporna við smithættu. „Jadon er ekki bara einstakur fótboltamaður sem eftir er tekið úti á velli, heldur einnig utan vallar. Stundum er það ekki auðvelt fyrir okkur,“ sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, við Bild. Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00 Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Þrátt fyrir að stjórnendur hjá Dortmund hafi viðurkennt að Jadon Sancho geti veri til vandræða þá vilja þeir ekki selja hann nema fyrir himinhátt verð. Sancho, sem er tvítugur, enskur kantmaður, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Dortmund vill fá 115 milljónir punda fyrir kappann, samkvæmt frétt Daily Telegraph. United hefur mest greitt 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. Samkvæmt Telegraph var United fremst í kapphlaupinu um Sancho áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á en mikil óvissa ríkir á leikmannamarkaðnum vegna faraldursins og fjárhagslegra afleiðinga hans. Forráðamenn United eru hikandi við að borga á slíkum tímum hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Samkvæmt Telegraph verða engar áætlanir ritaðar í stein fyrr en tímabilið verður að minnsta kosti hafið að nýju og meira vitað um stöðu leikmanna. Sancho fékk sekt fyrr á þessari leiktíð eftir að hafa komið of seint úr landsliðsferð, og hann fékk einnig sekt frá þýska knattspyrnusambandinu fyrir að fara í klippingu án andlitsgrímu og brjóta þannig reglur til að sporna við smithættu. „Jadon er ekki bara einstakur fótboltamaður sem eftir er tekið úti á velli, heldur einnig utan vallar. Stundum er það ekki auðvelt fyrir okkur,“ sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, við Bild.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00 Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00
Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00