Sancho orðinn of dýr fyrir Man. Utd? Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 07:00 Jadon Sancho er þrátt fyrir ungan aldur að klára sína þriðju leiktíð með Dortmund. VÍSIR/GETTY Þrátt fyrir að stjórnendur hjá Dortmund hafi viðurkennt að Jadon Sancho geti veri til vandræða þá vilja þeir ekki selja hann nema fyrir himinhátt verð. Sancho, sem er tvítugur, enskur kantmaður, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Dortmund vill fá 115 milljónir punda fyrir kappann, samkvæmt frétt Daily Telegraph. United hefur mest greitt 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. Samkvæmt Telegraph var United fremst í kapphlaupinu um Sancho áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á en mikil óvissa ríkir á leikmannamarkaðnum vegna faraldursins og fjárhagslegra afleiðinga hans. Forráðamenn United eru hikandi við að borga á slíkum tímum hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Samkvæmt Telegraph verða engar áætlanir ritaðar í stein fyrr en tímabilið verður að minnsta kosti hafið að nýju og meira vitað um stöðu leikmanna. Sancho fékk sekt fyrr á þessari leiktíð eftir að hafa komið of seint úr landsliðsferð, og hann fékk einnig sekt frá þýska knattspyrnusambandinu fyrir að fara í klippingu án andlitsgrímu og brjóta þannig reglur til að sporna við smithættu. „Jadon er ekki bara einstakur fótboltamaður sem eftir er tekið úti á velli, heldur einnig utan vallar. Stundum er það ekki auðvelt fyrir okkur,“ sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, við Bild. Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00 Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Þrátt fyrir að stjórnendur hjá Dortmund hafi viðurkennt að Jadon Sancho geti veri til vandræða þá vilja þeir ekki selja hann nema fyrir himinhátt verð. Sancho, sem er tvítugur, enskur kantmaður, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Dortmund vill fá 115 milljónir punda fyrir kappann, samkvæmt frétt Daily Telegraph. United hefur mest greitt 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. Samkvæmt Telegraph var United fremst í kapphlaupinu um Sancho áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á en mikil óvissa ríkir á leikmannamarkaðnum vegna faraldursins og fjárhagslegra afleiðinga hans. Forráðamenn United eru hikandi við að borga á slíkum tímum hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Samkvæmt Telegraph verða engar áætlanir ritaðar í stein fyrr en tímabilið verður að minnsta kosti hafið að nýju og meira vitað um stöðu leikmanna. Sancho fékk sekt fyrr á þessari leiktíð eftir að hafa komið of seint úr landsliðsferð, og hann fékk einnig sekt frá þýska knattspyrnusambandinu fyrir að fara í klippingu án andlitsgrímu og brjóta þannig reglur til að sporna við smithættu. „Jadon er ekki bara einstakur fótboltamaður sem eftir er tekið úti á velli, heldur einnig utan vallar. Stundum er það ekki auðvelt fyrir okkur,“ sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, við Bild.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00 Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00
Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00