Erlent

George Floyd borinn til grafar í Houston

Andri Eysteinsson skrifar
Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur.
Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty

Útför Bandaríkjamannsins George Floyd, sem lést í lok síðasta mánaðar af völdum lögreglumannsins Derek Chauvin, fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. BBC greinir frá.

Floyd ólst upp í Houston en bjó síðustu ár ævi sinnar í Minneapolis en dauði hans varð kveikjan af mótmælaöldu sem hefur breiðst út um Bandaríkin og fleiri lönd. Milljónir manna hafa safnast saman til þess að mótmæla kynþáttahatri og lögregluofbeldi. Lögreglumennirnir fjórir sem komu að dauða Floyd hafa verið reknir, handteknir og ákærðir.

Mótmælin hafa verið bæði friðsamleg og ófriðsamleg í Bandaríkjunum en víða hafa verið haldnir friðsamlegir samstöðufundir og var það til að mynda gert hér á landi í síðustu viku.

Útför Floyd fer fram í Fountain of Praise kirkjunni í dag og verða gestir um fimm hundruð talsins. Jarðneskar leifar Floyd verða því næst fluttar í Pearlandkirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur við hlið móður sinnar í lokaðri athöfn.


Tengdar fréttir

Þúsundir minnast Geor­ge Floyd

Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag.

„I can't breathe“

Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×