Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2020 23:39 Mótmælendur víða um Bandaríkin krefjast endurbóta á lögreglunni þar í landi. AP/Matt York Níu borgarfulltrúar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa heitið því að lögreglan í borginni verði lögð niður. Í frétt New York Times segir að borgarfulltrúarnir séu með nægjanlegan meirihluta til þess að koma í veg fyrir að borgarstjórinn geti beitt neitunarvaldi sínu, nái tillaga borgarfulltrúanna fram að ganga. Borgarfulltrúarnir heita því að í staðinn fyrir lögregluna verði komið á fót nýju kerfi almannaöryggis sem unnið verði í sátt við samfélagið í borginni. Nánari útlistun liggur þó ekki fyrir. Minneapolis hefur orðið miðpunktur mótmæla í Bandaríkjunum vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Lögreglumaðurinn sem hélt honum niðri og þrengdi að öndunarvegi hans hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir lögreglumenn sem voru með honum á vettvangi hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Borgarfulltrúarnir segja að lögreglan í borginni sé komin á það stig að ekki sé hægt að endurbæta hana og því þurfi einfaldlega að leggja hana niður. Borgarfulltrúarnir telja sig hafa nægjanlegan fjölda atkvæða í borgarstjórn til þess að koma í veg fyrir að Jacob Frey, borgarstjóri borgarinnar, geti beitt neitunarvaldi sínu. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Níu borgarfulltrúar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa heitið því að lögreglan í borginni verði lögð niður. Í frétt New York Times segir að borgarfulltrúarnir séu með nægjanlegan meirihluta til þess að koma í veg fyrir að borgarstjórinn geti beitt neitunarvaldi sínu, nái tillaga borgarfulltrúanna fram að ganga. Borgarfulltrúarnir heita því að í staðinn fyrir lögregluna verði komið á fót nýju kerfi almannaöryggis sem unnið verði í sátt við samfélagið í borginni. Nánari útlistun liggur þó ekki fyrir. Minneapolis hefur orðið miðpunktur mótmæla í Bandaríkjunum vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Lögreglumaðurinn sem hélt honum niðri og þrengdi að öndunarvegi hans hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir lögreglumenn sem voru með honum á vettvangi hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Borgarfulltrúarnir segja að lögreglan í borginni sé komin á það stig að ekki sé hægt að endurbæta hana og því þurfi einfaldlega að leggja hana niður. Borgarfulltrúarnir telja sig hafa nægjanlegan fjölda atkvæða í borgarstjórn til þess að koma í veg fyrir að Jacob Frey, borgarstjóri borgarinnar, geti beitt neitunarvaldi sínu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira