Magn birkifrjókorna í Garðabæ sprengdi skalann Telma Tómasson skrifar 9. júní 2020 14:16 Þetta er þessi tími ársins. Getty Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is. Garðabær Heilsa Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is.
Garðabær Heilsa Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?