Aflabrestur á Síldarminjasafninu Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 12:30 Aníta safnstjóri segir safnið háð ferðamönnum með rekstrarfé og nú er alger aflabrestur. Síldarminjasafnið á Siglufirði siglir nú mikinn ólgusjó vegna Covid-faraldursins og hruns í ferðaþjónustu. Anita Elefsen safnstjóri segir að þau þar standi nú frammi fyrir því að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína í sumar hafi afbókað. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem verið hefur en Siglufjörður hefur verið rækilega inni á kortinu þegar ferðamannastraumurinn hefur verið annars vegar. „Þetta þýðir það að við verðum fyrir miklu tekjufalli. Eins og staðan blastir við núna munar ekki minna en 30 milljónum á ársgrundvelli,“ segir Aníta. En tekjutímabilið er fyrst og fremst sumarmánuðirnir. Erlendir gestir 85 prósent yfir sumartímann Staðan er grafalvarleg en safnið, sem á sér merka sögu, er sjálfseignastofnun og hefur að mestu leyti treyst á gesti við rekstur. Helsta tekjulindin hafa verið erlendir ferðamenn, farþegar skemmtiferðaskipa og skiplagðir hópar. Að sögn Anítu hefur safnið verið í góðu samstarfi við ferðaskrifstofur sem hafa komið við í safninu með hópa sína. Síldarminjasafnið er sjálfseignastofnun en horfir nú fram á að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína hafa afbókað. „Við höfum notið góðs af því að erlendir ferðamenn hafa viljað ferðast um landið og koma þá við hjá okkur. Við höfum treyst á þessa gesti,“ segir Aníta. Hún segir að þó safnið hafi samning við sveitarfélagið og menntamálaráðuneytið sé það ekki rekið af hvorki ríki né sveit. „Við erum mjög háð ferðamönnum með rekstrarfé. Við áttum von á skipulögðum hópum. Þess utan er þessi lausatraffík margfalt rólegri en við erum vön. Yfir sumartímann eru erlendir gestir að jafnaði um 85 prósent. Það lækkar aðeins sé litið til ársins í heild. Íslendingar eru fleiri yfir vetrartímann,“ segir Aníta en þá hefur meðal annarra skólafólk komið og sótt staðinn heim. Með allar klær úti Aníta segir ekkert einfalt svar við því hvernig hægt er að bregðast við þessari erfiðu stöðu. „Við reynum að vera með allar klær úti og reynum að hvetja innlenda til að koma; að þeir gleymi ekki söfnunum á ferðalaginu í sumar.“ Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði. Safnstjórinn hvetur innlenda ferðamenn til að líta við á þessu merkilega safni. Aníta segir jafnframt að safnið hafi sótt um það viðbótarfjármagn sem staðið hefur til boða á vegum ríkisins til að bregðast við þessum hamförum. Safnið fékk ekki úthlutun frá nýsköpunarsjóði námsmanna en nú er beðið eftir því að opnað verði fyrir umsóknir til lokunarstyrkja. „En við erum að hugsa um að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að gerast bakhjarlar safnsins, til dæmis með árgjaldi. Safnið á sér sérstaka sögu. Það var byggt upp af sjálfboðaliðum. Samtakamáttur fólksins hefur komið okkur vel áður. Þetta safn væri ekki hér ef ekki væri fyrir orku og krafta heimamanna sem lögðu það á sig að koma safninu upp og starfrækja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Söfn Fjallabyggð Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Síldarminjasafnið á Siglufirði siglir nú mikinn ólgusjó vegna Covid-faraldursins og hruns í ferðaþjónustu. Anita Elefsen safnstjóri segir að þau þar standi nú frammi fyrir því að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína í sumar hafi afbókað. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem verið hefur en Siglufjörður hefur verið rækilega inni á kortinu þegar ferðamannastraumurinn hefur verið annars vegar. „Þetta þýðir það að við verðum fyrir miklu tekjufalli. Eins og staðan blastir við núna munar ekki minna en 30 milljónum á ársgrundvelli,“ segir Aníta. En tekjutímabilið er fyrst og fremst sumarmánuðirnir. Erlendir gestir 85 prósent yfir sumartímann Staðan er grafalvarleg en safnið, sem á sér merka sögu, er sjálfseignastofnun og hefur að mestu leyti treyst á gesti við rekstur. Helsta tekjulindin hafa verið erlendir ferðamenn, farþegar skemmtiferðaskipa og skiplagðir hópar. Að sögn Anítu hefur safnið verið í góðu samstarfi við ferðaskrifstofur sem hafa komið við í safninu með hópa sína. Síldarminjasafnið er sjálfseignastofnun en horfir nú fram á að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína hafa afbókað. „Við höfum notið góðs af því að erlendir ferðamenn hafa viljað ferðast um landið og koma þá við hjá okkur. Við höfum treyst á þessa gesti,“ segir Aníta. Hún segir að þó safnið hafi samning við sveitarfélagið og menntamálaráðuneytið sé það ekki rekið af hvorki ríki né sveit. „Við erum mjög háð ferðamönnum með rekstrarfé. Við áttum von á skipulögðum hópum. Þess utan er þessi lausatraffík margfalt rólegri en við erum vön. Yfir sumartímann eru erlendir gestir að jafnaði um 85 prósent. Það lækkar aðeins sé litið til ársins í heild. Íslendingar eru fleiri yfir vetrartímann,“ segir Aníta en þá hefur meðal annarra skólafólk komið og sótt staðinn heim. Með allar klær úti Aníta segir ekkert einfalt svar við því hvernig hægt er að bregðast við þessari erfiðu stöðu. „Við reynum að vera með allar klær úti og reynum að hvetja innlenda til að koma; að þeir gleymi ekki söfnunum á ferðalaginu í sumar.“ Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði. Safnstjórinn hvetur innlenda ferðamenn til að líta við á þessu merkilega safni. Aníta segir jafnframt að safnið hafi sótt um það viðbótarfjármagn sem staðið hefur til boða á vegum ríkisins til að bregðast við þessum hamförum. Safnið fékk ekki úthlutun frá nýsköpunarsjóði námsmanna en nú er beðið eftir því að opnað verði fyrir umsóknir til lokunarstyrkja. „En við erum að hugsa um að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að gerast bakhjarlar safnsins, til dæmis með árgjaldi. Safnið á sér sérstaka sögu. Það var byggt upp af sjálfboðaliðum. Samtakamáttur fólksins hefur komið okkur vel áður. Þetta safn væri ekki hér ef ekki væri fyrir orku og krafta heimamanna sem lögðu það á sig að koma safninu upp og starfrækja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Söfn Fjallabyggð Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira