Þurftu að fækka plássum á Vogi um helming í samkomubanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira