Fótbolti

Í­þrótta­fólk heldur á­fram að senda skýr skila­boð í bar­áttunni gegn kyn­þátta­for­dómum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mínútu þögn á hnjánum fyrir leik Dortmund og Herthu Berlínar í dag.
Mínútu þögn á hnjánum fyrir leik Dortmund og Herthu Berlínar í dag. vísir/getty

Íþróttafólk heldur áfram að berjast gegn kynþáttafordómum sem hafa verið mikið í umræðunni eftir dauða George Floyd en Floyd lést eftir baráttu við lögreglumann undir lok síðasta mánaðar.

Jadon Sancho skoraði þrjú mörk fyrir Dortmund um síðustu helgi er liðið vann stórsigur á Paderborn og hann var í bol undir treyju sinni sem stóð á: „Réttlæti fyrir George Floyd.“ Fyrir leik dagsins hituðu leikmenn Dortmund upp í bolum til styrktar baráttunni gegn kynþáttafordómum.

Eftir að liðin hefðu gengið inn á völlinn og skömmu áður en flautað var til leiks þá fóru allir leikmennirnir 22 sem byrjuðu inn á í leiknum og „tóku hné“ (e. take a knee).

Það var ekki bara í Þýskalandi þar sem íþróttafólk sendi skýr skilaboð því Anthony Joshua, boxarinn öflugi, hélt tilfinningaþrunga ræðu í Watford um sama málefni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.