Fótbolti

Sara Björk og stöllur hennar með stórsigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara Björk fagnar með liðsfélögum sínum.
Sara Björk fagnar með liðsfélögum sínum. vísir/getty

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg þegar liðið fékk Frankfurt í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Snemma var ljóst í hvað stefndi því Alexandra Popp kom Wolfsburg í forystu strax á 4.mínútu. Fridolina Rolfö og Svenja Huth sáu til þess að Wolfsburg hefði þriggja marka forystu í leikhléi með mörkum seint í fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik kom Ewa Pajor Wolfsburg í 4-0 áður en gestirnir náðu að minnka muninn. Svenja Huth bætti við sínu öðru marki seint í leiknum og gulltryggði öruggan 5-1 sigur Wolfsburg.

Sara Björk og stöllur hennar nú með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu en Bayern Munchen á einn leik til góða og því ljóst að Wolfsburg konur geta ekki farið að fagna titilinum alveg strax þó kraftaverk þurfi til að koma í veg fyrir að þær vinni deildina enn eitt árið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.