Fótbolti

Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson (til vinstri) í leik með Darmstadt.
Guðlaugur Victor Pálsson (til vinstri) í leik með Darmstadt. VÍSIR/GETTY

Íslenski knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Darmstadt þegar liðið heimsótti Jahn Regensburg í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Heimamenn komust yfir snemma leiks með marki Marcel Correia og leiddu með einu marki gegn engu í leikhléi.

Max Besuschkow kom heimamönnum í 2-0 snemma í síðari hálfleik en á 66.mínútu fengu Guðlaugur Victor og félagar kjörið tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn. Tobias Kempe nýtti hins vegar ekki vítaspyrnu en skömmu áður hafði liðsmaður Regensburg fengið að líta rauða spjaldið.

Einum manni færri tókst heimamönnum að bæta við einu marki og 3-0 sigur Jahn Regensburg því staðreynd.

Darmstadt áfram í 5.sæti deildarinnar, sex stigum frá 3.sæti sem skilar umspilsleik um sæti í þýsku úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.