Goodell viðurkennir að NFL hafi gert mistök Andri Eysteinsson skrifar 6. júní 2020 11:15 Kaepernick hóf að krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn er leikinn árið 2016. Hann var harðlega gagnrýndur af yfirmönnum sínum og jafnvel af forsetanum sjálfum. Getty/Michael Zagaris Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni. NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni.
NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira