Goodell viðurkennir að NFL hafi gert mistök Andri Eysteinsson skrifar 6. júní 2020 11:15 Kaepernick hóf að krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn er leikinn árið 2016. Hann var harðlega gagnrýndur af yfirmönnum sínum og jafnvel af forsetanum sjálfum. Getty/Michael Zagaris Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni. NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira
Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni.
NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira