Fótbolti

Rekinn frá LA Galaxy vegna kynþáttafordóma eiginkonu sinnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aleksandar Katai
Aleksandar Katai vísir/Getty

Serbneski knattspyrnumaðurinn Aleksandar Katai hefur verið leystur frá störfum hjá bandaríska úrvalsdeildarliðinu Los Angeles Galaxy vegna ógeðfelldra ummæla eiginkonu sinnar á samfélagsmiðlum.

Tea Katai, eiginkona Aleksandar, gerði lítið úr mótmælendum sem hafa farið mikinn í Los Angeles eins og annars staðar í Bandaríkjunum undanfarnar vikur þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki er mótmælt.

Á Instagram reikning sínum birti hún mynd með texta á serbnesku þar sem lögregla var hvött til að drepa mótmælendur og einnig aðra mynd þar sem hún gaf í skyn að mótmælendur væru ógeðslegir auk þess sem hún deildi kynþáttafordómum.

Aleksandar baðst afsökunar á þessari hegðun eiginkonu sinnar og sagði skoðanir hennar ekki samræmast sínum. Þá sagði hann einnig að hegðun hennar væri óásættanleg en yfirlýsingu hans má sjá hér fyrir neðan.

Katai gekk í raðir LA Galaxy nýverið og lék fyrstu tvo leiki tímabilsins með liðinu áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Hann lék áður með Chicago Fire í Bandaríkjunum en hefur leikið fyrir Red Star og AlavesAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.