Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2020 12:07 Stöð 2/Einar Menntamálaráðherra segir það ekki hafa skipt máli að Páll Magnússon er samflokksmaður hennar þegar hún skipaði hann í embætti ráðuneytisstjóra. Hún taki úrskurð úrskurðarnefndar jafnréttismála alvarlega og málið sé til skoðunar í ráðuneytinu Úrskurðarnefnd jafnréttismála kvað upp þann úrskurð í vikunni að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði Pál Magnússon flokksbróður hennar í Framsóknarflokknum í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var ein umsækjenda um stöðuna en hæfnisnefnd setti hana ekki í hóp fjögurra hæfustu. Hún kærði engu að síður skipunina til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem kvað upp þann úrskurð í vikunni að menntamálaráðherra hefði brotið jafnréttislög á Hafdísi Helgu. „Við erum að fara núna yfir þennan úrskurð. Annars vegar erum við með hæfnisnefnd sem kemst að allt annarri niðurstöðu og hins vegar úrskurðarnefnd jafnréttismála og nú er ég að meta það með lögmönnum hver verða næstu skref,“ segir Lilja. Hún hafi gert sjálfstæða athugun á umsækjendum og ekki getað séð að það væru veigamiklar ástæður til að fara ekki að niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún fagni því að málið fái efnislega skoðun eins og hjá umboðsmanni Alþingis. „Það er nefnilega þannig að öll þau verk sem ég hef komið að á síðustu árum hafa alltaf verið unnin af algerri fagmennsku. Ég hef alltaf fengið færasta og öflugasta fólkið til liðs við mig,“ segir Lilja. Hún nefnir sem dæmi undirbúning og framlagningu frumvarps um menntasjóð sem feli í sér kerfisbreytingu sem ekki hafi tekist að ná fram í um þrjátíu ár en sem mun ná fram að ganga á yfirstandandi vorþingi. Lítur það þannig út að þarna hafi skipt máli að vera framsóknarmaður? „Alls ekki. Eins og ég segi það er alltaf hæfasta fólkið sem er valið hjá mér og verkin sýna það líka.“ En er það ekki álitshnekkir að fá svona úrskurð á sig? „Við ætlum að fara yfir þetta og kærunefnd jafnréttismála gegnir auðvitað veigamiklu hlutverki. Þess vegna tek ég þessu að sjálfsögðu mjög alvarlega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Menntamálaráðherra segir það ekki hafa skipt máli að Páll Magnússon er samflokksmaður hennar þegar hún skipaði hann í embætti ráðuneytisstjóra. Hún taki úrskurð úrskurðarnefndar jafnréttismála alvarlega og málið sé til skoðunar í ráðuneytinu Úrskurðarnefnd jafnréttismála kvað upp þann úrskurð í vikunni að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði Pál Magnússon flokksbróður hennar í Framsóknarflokknum í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var ein umsækjenda um stöðuna en hæfnisnefnd setti hana ekki í hóp fjögurra hæfustu. Hún kærði engu að síður skipunina til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem kvað upp þann úrskurð í vikunni að menntamálaráðherra hefði brotið jafnréttislög á Hafdísi Helgu. „Við erum að fara núna yfir þennan úrskurð. Annars vegar erum við með hæfnisnefnd sem kemst að allt annarri niðurstöðu og hins vegar úrskurðarnefnd jafnréttismála og nú er ég að meta það með lögmönnum hver verða næstu skref,“ segir Lilja. Hún hafi gert sjálfstæða athugun á umsækjendum og ekki getað séð að það væru veigamiklar ástæður til að fara ekki að niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún fagni því að málið fái efnislega skoðun eins og hjá umboðsmanni Alþingis. „Það er nefnilega þannig að öll þau verk sem ég hef komið að á síðustu árum hafa alltaf verið unnin af algerri fagmennsku. Ég hef alltaf fengið færasta og öflugasta fólkið til liðs við mig,“ segir Lilja. Hún nefnir sem dæmi undirbúning og framlagningu frumvarps um menntasjóð sem feli í sér kerfisbreytingu sem ekki hafi tekist að ná fram í um þrjátíu ár en sem mun ná fram að ganga á yfirstandandi vorþingi. Lítur það þannig út að þarna hafi skipt máli að vera framsóknarmaður? „Alls ekki. Eins og ég segi það er alltaf hæfasta fólkið sem er valið hjá mér og verkin sýna það líka.“ En er það ekki álitshnekkir að fá svona úrskurð á sig? „Við ætlum að fara yfir þetta og kærunefnd jafnréttismála gegnir auðvitað veigamiklu hlutverki. Þess vegna tek ég þessu að sjálfsögðu mjög alvarlega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28